10.8.2008 | 17:58
Sælar stúlkur
Ég ætla að prófa aftur fjölskyldubloggið og nú eru það bara við þrjár ég, Magga og Hjördís. Aðgangs orðið er fridafrida og lykilorðið 224466. Þá eru bara við þrjár sem lesum. Mér líður mjög einkennilega núna og mér finnst að tilfinningarnar mínar séu í einskonar rússíbana. Ég er sorgmædd en þó glöð, hljómar vel eða hvað. Ég er sorgmædd yfir því að fjölskyldan mín sé í vanda og glöð yfir því að þið hafið haft samband og viljið gera eitthvað í málinu. Ég er þá ekki ein á bati með þessa hluti og það er svo notalegt. Ég finn líka svo vel að ykkur þykir vænt um okkur og það er frábær tilfinning. Stundum efast maður eða ýtir því bara frá sér. Ég hef einmitt verið að biðja um hjálp fyrir pabba ykkar nú undanfarið og þetta er svarið sem er bara gott mál. Eins og ég sagði þá ætla ég að tala við Ágúst eins fljótt og ég get og sendi ykkur fréttir af því samtali. Við getum svo skrifast á hér á síðunni eða rætt saman í síma eftir því sem hentar hverju sinni. Við höldum þessu fyrir okkur til að byrja með og vonum að þetta skili árangri ein fljótt og hægt er.
Ef ég segi eitthvað hér á síðunni sem þið eruð ósammála þá bara ræðum við það og leysum úr hlutunum. Ég hef undanfarið verið að taka tilfinningasamband mitt við mömmu verulega í gegn og ég sé svo margt frá uppvaxtarárunum í nýju ljósi og mér þykir svo gott að finna hvað ég elska þau mikið. Þau gerðu alltaf það sem þau töldu réttast á hverjum tíma til að geta framfleytt sér og veitt okkur systrunum allt það besta. Ég var pirruð (reið) yfir ýmsu en sú reiði er farin sem betur fer og mér líður svo miklu betur núna. Þau voru bara fátækt verkafólk og gerðu eins vel og hægt var.
Ekki meira í þetta sinn Kveðja Mamma
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
fridabjarna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.