27.12.2007 | 02:21
Brekkugatan að renna sitt skeið
Mikið er ég glöð að vera búin að taka tilboði í húsið okkar. Það er eins og vera laus úr fangelsi eða eitthvað þess háttar. Það er ömurlegt að búa í skuldafangelsi á sínu eigin heimili, en svo leiðis hefur það verið árum saman. Það er alltaf að renna betur og betur upp fyrir mér að þetta hefur verið að plaga mig árum saman. Gjaldþrotinu er núna fyrst að ljúka, eða úrvinnslu þess. Við erum bæði svo glöð með þessa ráðstöfun og finnum frelsið umlykja okkur. Fólk hér í þorpinu spyr okkur hvar við ætlum að búa og hefur áhyggjur. Það er eins og við séum á vonarvöl, en það er nú öðru nær. Þetta öryggi sem flestum finnst svo mikilvægt með því að eiga húsnæði, er ekki endilega það sem öllu máli skiptir. Stundum þarf að brjóta munstrið upp og það finnst mér mikilvægast núna.
Jólin hafa verið ljúf og notaleg. Ekkert bakað og engin stórhreingerning (það bíður þar til í mars). Við hjálpuðumst að við að þrífa, kaupa inn og elda, sem er sérlega notalegt. Bjarni kom heim og var vel fagnað. Hann gaf okkur þakkargjöf fyrir að þrauka með sér síðasta ár og okkur þykir afar vænt um þessa gjöf. Það er Mýrin og var henni pakkað í heila jólapappírsrúllu og vafin með heilli límbandsrúllu. Við fengum handunninn jóladúk frá þeim á Sauðárkróki sem er mjög fallegur og okkur þykir afar vænt um. Hjördís og Óli sendu okkur spólu með bræðrunum og slík gjöf er ómetanlegt. Pakkinn frá Möggu minni er ekki kominn og gaman að sjá hvar þar birtist. Stella mín er farin að gera sjálf jólagjafir handa öllum og ég hlakka til hvað nú kemur í ljós.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
fridabjarna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.