Dagurinn í gær

Dagurinn í gær var fínn. Ég fann svo mikla væntumþykju og kærleika í kringum mig, frá strákunum mínum, frá barnabörnunum á Sauðárkróki og frá honum Sævari mínum. Ég var í þessu flæði á eigin forsendum og var ekki að þóknast neinum nema mér sjálfri. Fór ekki á einhvert matargerðarflipp eða í þóknunarleikrit við krakkana. Naut þess að vera með mínu fólki og fékk Sævar yngri til að hjálpa mér að krydda lærið, krydda frönskurnar og svo að leggja á borð. Honum finnst þetta allt mjög skemmtilegt og nýtur þess að stússast í eldhúsinu. Feðgarnir voru allir mikið saman og fóru í Strandbæ og bílskúrinn. Jonni kom með mörg góð ráð og gerði líka ýmislegt sem kom sér mjög vel í vélbrasinu sem er á okkur hér á Brekkugötunni. Bjartur fagnaði Bjarna, kærast vini sínum af þvílíkri innlifun. Við Sævar stóðum bara þolinmóð og biðum eftir því að geta heilsað drengnum okkar og röðin kom að okkur á endanum. Svo komi Sauðárkrókshópurinn í næstu andrá og það voru miklir fagnaðarfundir. Inga Jóna var í húsmæðraorlofi með vinkonum sínum og kom ekki. Mikið er ég glöð að sambandið við börnin mín er að þróast í rétta átt. Nú er bara að gefa sér tíma og móta sambandið í rólegheitunum. mamma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

fridabjarna

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband