11.11.2007 | 11:42
Dagbókin mín
Nú ætla ég að gera tilraun og skrifa dagbók um mig hér á síðuna. Það er ekki víst að ég skrifi í hana á hverjum degi, en ég ætla að skrifa þegar ég hef þörf fyrir það. Síðan ég fór að læra Bowenið og las Leyndarmálið, hefur ýmislegt breyst í mér sjálfri. Ég er að finna betur fyrir mér og hvað mér hentar. Og svo hef ég verið að upplifa ótrúlega hluti í draumi. Það er eins og verið sé að gera upp svo margt sem hefur verið að trufla mig. Ég hef alla mína ævi verið reið út í Kirkjuna sem stofnun og þá á heimsvísu. Helgina sem ég var á Bowen námskeiðinu, þá hvarf þessi reiði eina nóttina. Ég hafði talað um hana kvöldið áður við Eyrúnu konuna hans Gutta og vaknaði svo án reiðinnar morguninn eftir. Þvílíkur léttir og frelsun, reiðin farin og þessi djúpa heift sem ég fann svo oft fyrir þegar ég hlustaði á prestana tala um trúna og Guð. Ég er líka mjög glöð með að nú er ég alveg hætt að drekka pepsy max sem ég drakk orðið í lítratali á dag. Nú drekk ég vatn og þvílíkur munur. Það tók nokkra daga að afeitrast og þeir voru soldið strembnir, en svo er þetta bara allt annað líf. Ég hef líka öðlast aukna trú á mér sjálfri og svo eru tilfinningarnar mínar að vakna. Þær hafa verið lokaðar inni og ekki verið hleypt út, en nú eru þær að byrja að kíkja fram og ég nýt þess svo mikið. Ég fór með öll fortíðarmálin austur í Vesturhóp eina nóttina í draumi. Þau voru öll í stórum flutningabíl með löngum tengivagni. Ég lagði drekanum út í kant, drap á og fór út. Á veginum stóð lítill glænýr smábíll sem ég settif inn í og keyrði á braut. Ég var að setjast ínn í nútíðina og horfa til framtíðar. Ég er svo glöð með þennan draum því mér finnst fortíðin ekki trufla mig núna og það er FRÁBÆRT. Gott í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
fridabjarna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.