Komin á moggabloggið

Hef ekki sett hér inn færslu MJÖG lengi - þetta er í raun bara prufa

Ágúst í fíi til 25 ágúst

Ég sendi Ágúst lækni tölvupóst í gærkvöldi en hann er í fríi til 25 ágúst. Hann var á vakt um helgina og ég hélt að hann tæki þessa viku. Ég fékk svona sjálfvirkann póst þegar einhver er ekki við. Ég sendi honum þetta bréf aftur þegar hann kemur úr fríinu. Mér finnst betra að skrifa honum til að byrja með hitta hann síðan. Hef gert það áður og gefist vel.


Sælar stúlkur

Ég ætla að prófa aftur fjölskyldubloggið og nú eru það bara við þrjár ég, Magga og Hjördís. Aðgangs orðið er fridafrida og lykilorðið 224466. Þá eru bara við þrjár sem lesum. Mér líður mjög einkennilega núna og mér finnst að tilfinningarnar mínar séu í einskonar rússíbana. Ég er sorgmædd en þó glöð, hljómar vel eða hvað. Ég er sorgmædd yfir því að fjölskyldan mín sé í vanda og glöð yfir því að þið hafið haft samband og viljið gera eitthvað í málinu. Ég er þá ekki ein á bati með þessa hluti og það er svo notalegt. Ég finn líka svo vel að ykkur þykir vænt um okkur og það er frábær tilfinning. Stundum efast maður eða ýtir því bara frá sér. Ég hef einmitt verið að biðja um hjálp fyrir pabba ykkar nú undanfarið og þetta er svarið sem er bara gott mál. Eins og ég sagði þá ætla ég að tala við Ágúst eins fljótt og ég get og sendi ykkur fréttir af því samtali. Við getum svo skrifast á hér á síðunni eða rætt saman í síma eftir því sem hentar hverju sinni. Við höldum þessu fyrir okkur til að byrja með og vonum að þetta skili árangri ein fljótt og hægt er.

Ef ég segi eitthvað hér á síðunni sem þið eruð ósammála þá bara ræðum við það og leysum úr hlutunum. Ég hef undanfarið verið að taka tilfinningasamband mitt við mömmu verulega í gegn og ég sé svo margt frá uppvaxtarárunum í nýju ljósi og mér þykir svo gott að finna hvað ég elska þau mikið. Þau gerðu alltaf það sem þau töldu réttast á hverjum tíma til að geta framfleytt sér og veitt okkur systrunum allt það besta. Ég var pirruð (reið) yfir ýmsu en sú reiði er farin sem betur fer og mér líður svo miklu betur núna. Þau voru bara fátækt verkafólk og gerðu eins vel og hægt var.

Ekki meira í þetta sinn Kveðja Mamma


gleðilegt ár

Hæ og gleðilegt ár!

Það er allt gott að frétta af okkur. Við héldum upp á jól og áramóti einsog venjulega. Vorum á aðfangadagskvöld hjá foreldrum Espens og um áramótin vorum við hjá vinum í mat. 

Stella byrjaði í skólanum í gær og var feginn, enda fékk hún nýja skólatösku í jólagjöf og henni fannst spennandi að fara í skólann með nýja tösku. Espen er búin að vera mikið á vinnustofunni í fríiun og stefnir á sýningu með vorinu. 'Eg held áfram að skrifa og er að vinna með bíómynd og fer kannski að vinna hjá´sjónvarpinu með útvarpsleikrit. Það gæti verið gaman að prófa það. 'Eg keypti mér nýja tölvu í gær og er að prufa hana núna. Virðist virka.

Jæja bið að heilsa Magga 

 

 


27. des

Já nú er fæðingardagur pabba runninn upp og það eru 108 ár síðan hann fæddist og svo er eitt ár síðan litla stúlkan þeirra Hjördísar og Óla var jarðsett. Svo það er gleði og sorg tengd þessum degi.


Brekkugatan að renna sitt skeið

Mikið er ég glöð að vera búin að taka tilboði í húsið okkar. Það er eins og vera laus úr fangelsi eða eitthvað þess háttar. Það er ömurlegt að búa í skuldafangelsi á sínu eigin heimili, en svo leiðis hefur það verið árum saman. Það er alltaf að renna betur og betur upp fyrir mér að þetta hefur verið að plaga mig árum saman. Gjaldþrotinu er núna fyrst að ljúka, eða úrvinnslu þess. Við erum bæði svo glöð með þessa ráðstöfun og finnum frelsið umlykja okkur. Fólk hér í þorpinu spyr okkur hvar við ætlum að búa og hefur áhyggjur. Það er eins og við séum á vonarvöl, en það er nú öðru nær. Þetta öryggi sem flestum finnst svo mikilvægt með því að eiga húsnæði, er ekki endilega það sem öllu máli skiptir. Stundum þarf að brjóta munstrið upp og það finnst mér mikilvægast núna.

Jólin hafa verið ljúf og notaleg. Ekkert bakað og engin stórhreingerning (það bíður þar til í mars). Við hjálpuðumst að við að þrífa, kaupa inn og elda, sem er sérlega notalegt. Bjarni kom heim og var vel fagnað. Hann gaf okkur þakkargjöf fyrir að þrauka með sér síðasta ár og okkur þykir afar vænt um þessa gjöf. Það er Mýrin og var henni pakkað í heila jólapappírsrúllu og vafin með heilli límbandsrúllu. Við fengum handunninn jóladúk frá þeim á Sauðárkróki sem er mjög fallegur og okkur þykir afar vænt um. Hjördís og Óli sendu okkur spólu með bræðrunum og slík gjöf er ómetanlegt. Pakkinn frá Möggu minni er ekki kominn og gaman að sjá hvar þar birtist. Stella mín er farin að gera sjálf jólagjafir handa öllum og ég hlakka til hvað nú kemur í ljós.


Dagurinn í gær

Dagurinn í gær var fínn. Ég fann svo mikla væntumþykju og kærleika í kringum mig, frá strákunum mínum, frá barnabörnunum á Sauðárkróki og frá honum Sævari mínum. Ég var í þessu flæði á eigin forsendum og var ekki að þóknast neinum nema mér sjálfri. Fór ekki á einhvert matargerðarflipp eða í þóknunarleikrit við krakkana. Naut þess að vera með mínu fólki og fékk Sævar yngri til að hjálpa mér að krydda lærið, krydda frönskurnar og svo að leggja á borð. Honum finnst þetta allt mjög skemmtilegt og nýtur þess að stússast í eldhúsinu. Feðgarnir voru allir mikið saman og fóru í Strandbæ og bílskúrinn. Jonni kom með mörg góð ráð og gerði líka ýmislegt sem kom sér mjög vel í vélbrasinu sem er á okkur hér á Brekkugötunni. Bjartur fagnaði Bjarna, kærast vini sínum af þvílíkri innlifun. Við Sævar stóðum bara þolinmóð og biðum eftir því að geta heilsað drengnum okkar og röðin kom að okkur á endanum. Svo komi Sauðárkrókshópurinn í næstu andrá og það voru miklir fagnaðarfundir. Inga Jóna var í húsmæðraorlofi með vinkonum sínum og kom ekki. Mikið er ég glöð að sambandið við börnin mín er að þróast í rétta átt. Nú er bara að gefa sér tíma og móta sambandið í rólegheitunum. mamma.

Dagbókin mín

Nú ætla ég að gera tilraun og skrifa dagbók um mig hér á síðuna. Það er ekki víst að ég skrifi í hana á hverjum degi, en ég ætla að skrifa þegar ég hef þörf fyrir það. Síðan ég fór að læra Bowenið og las Leyndarmálið, hefur ýmislegt breyst í mér sjálfri. Ég er að finna betur fyrir mér og hvað mér hentar. Og svo hef ég verið að upplifa ótrúlega hluti í draumi. Það er eins og verið sé að gera upp svo margt sem hefur verið að trufla mig. Ég hef alla mína ævi verið reið út í Kirkjuna sem stofnun og þá á heimsvísu. Helgina sem ég var á Bowen námskeiðinu, þá hvarf þessi reiði eina nóttina. Ég hafði talað um hana kvöldið áður við Eyrúnu konuna hans Gutta og vaknaði svo án reiðinnar morguninn eftir. Þvílíkur léttir og frelsun, reiðin farin og þessi djúpa heift sem ég fann svo oft fyrir þegar ég hlustaði á prestana tala um trúna og Guð. Ég er líka mjög glöð með að nú er ég alveg hætt að drekka pepsy max sem ég drakk orðið í lítratali á dag. Nú drekk ég vatn og þvílíkur munur. Það tók nokkra daga að afeitrast og þeir voru soldið strembnir, en svo er þetta bara allt annað líf. Ég hef líka öðlast aukna trú á mér sjálfri og svo eru tilfinningarnar mínar að vakna. Þær hafa verið lokaðar inni og ekki verið hleypt út, en nú eru þær að byrja að kíkja fram og ég nýt þess svo mikið. Ég fór með öll fortíðarmálin austur í Vesturhóp eina nóttina í draumi. Þau voru öll í stórum flutningabíl með löngum tengivagni. Ég lagði drekanum út í kant, drap á og fór út. Á veginum stóð lítill glænýr smábíll sem ég settif inn í og keyrði á braut. Ég var að setjast ínn í nútíðina og horfa til framtíðar. Ég er svo glöð með þennan draum því mér finnst fortíðin ekki trufla mig núna og það er FRÁBÆRT. Gott í dag


og aaaðeins meira

Slóð: http://fridafrida.blog.is/blog/fridafrida/entry/350487 þegar búið er að klikka á þessa línu er færslan komin inn á síðuna. Hlakka til að fá línu fá ykkur mamma

aðeins meira

Þegar búið er að skrifa það sem þið viljið hverju sinni, farið þá neðst og smellið á vista og birta og síðan á línu sem kemur ofarlega á síðu Slóð: http://fridafrida.blog.is/blog/fridafrida/entry/350487 og þá er færslan komin inn á síðuna

Kveja mamma


Næsta síða »

Um bloggið

fridabjarna

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband